Barnastarfið í startholunum

Nú á fimmtudaginn verða fyrstu fundir hjá Kirkjuprökkurum 6-8 ára börnum, og hjá 9-12 ára krökkum. Kirkjuprakkararnir hittast kl. 15.30 og 9-12 ára krakkarnir kl. 17. Þær Petra Eiríksdóttir og Erla Björg Káradóttir sjá um starfið og taka vel á móti börnunum. Farið verður í leiki, sungið, hlýtt á biblíusögu og margt fleira. Verið velkomin í kirkjuna á fimmtudaginn 🙂

By |2016-11-26T15:48:47+00:006. september 2011 | 22:46|