Dagana 8.-9. september fara fermingarbörn úr Hjallasókn í ferðalag í Vatnaskóg. Ferðin er sambland af fræðslu og skemmtun enda býður skógurinn upp á frábæra aðstöðu til hvor tveggja. Vatnið, skógurinn og fjöllin í kring veita óteljandi möguleika til leikja og útiveru. Á sumarbúðasvæðinu er mjög góð aðstaða til íþróttaiðkunar, þar er íþróttahús sem er mikið notað.

Lagt verður af stað kl. 8 á fimmtudagsmorgun og komið heim á föstudag kl. 15. Öllum fermingarbörnum býðst að taka þátt í ferðinni sem kostar kr. 5000.