Guðsþjónusta verður sunnudaginn 11. september í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn undir stjórn Jóns Ólafs organista. Barn verður borið til skírnar í guðsþjónustunni. Dagurinn er 12. sunnudagur eftir þrenningarhátíð í kirkjuárinu og má sjá ritningartexta dagsins hér. Í lexíunni úr 40. Davíðssálmi segir m.a.: Sæll er sá maður sem gerir Drottin að athvarfi sínu og snýr sér ekki til dramblátra eða þeirra sem fylgja falsguðum. Drottinn, Guð minn, mörg eru máttarverk þín og áform þín oss til handa, ekkert jafnast á við þig.

Sunnudagaskólinn er svo á sínum stað kl. 13.