Undanfarna vetur hafa verið messuhópar í Hjallakirkju. Með þeim eykst þátttaka safnaðarfólks í helgihaldinu og það verður sýnilegra í öllum þáttum þess. Þátttakendur annast t.d. ritningarlestra, undirbúa kaffi eftir messu, lesa bænir og margt fleira. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í messuhópi sem þessum er bent á að hafa samband við presta kirkjunnar. Allir áhugasamir á öllum aldri eru velkomnir í hópana. Kynningarfundur um messuhópa verður fimmtudagskvöldið 15. september kl. 19.30-20.30.