Næsta miðvikudag, 5. október kl. 20, verður þriðji kynningarfundur af fjórum á 12 spora námskeiði, andlegu ferðalagi, í Hjallakirkju. Um að ræða áhrifaríkt námskeið og góða leið til að bæta sjálfan sig og samskipti við aðra. Sporin tólf sem margir þekkja úr AA-starfinu eru notuð á þessu andlega ferðalagi sjálfskoðunar og endurhæfingar. Þetta námskeið er hins vegar ekki bundið því að fólk þekki sporin, þangað eru allir velkomnir hver sem bakgrunnur þeirra er.

Farið er yfir kynningarefnið á fjórum fundum, miðvikudagskvöldin 21. og 28. september og 5. og 12. október kl. 20. Á þessum fyrstu fundum er kynnt hvernig hvernig unnið er í Tólf sporunum eftir bókinni Tólf sporin – Andlegt ferðalag, og gefst fólki kostur á að átta sig á hvort þessi vinna hentar því og hvort það vilji vera með á ferðalaginu. Á fjórða fundi er ákvörðun tekin og eftir það verður hópunum lokað. Unnið er í litlum hópum. Efnið er lesið heima, spurningum svarað og síðan deilir hópurinn með sér niðurstöðunum. Lögð er áhersla á nafnleynd og trúnað. Enginn þarf að skilgreina sig fyrirfram, þ.e. enginn þarf að hafa nein skilgreind vandamál, fíkn eða slíkt heldur aðeins að langa til að auka lífsgæði sín á félagslega og tilfinningalega sviðinu.

Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni undir Safnaðarstarf.