Jesús læknar við Betesda laug

Sunnudagurinn 25. september er 14. sunndagur eftir þrenningarhátíð í kirkjuárinu. Þá verður messa í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Guðspjall dagsins er úr 5. kafla Jóhannesar og segir frá því er Jesús læknar lamaðan mann við Betesda laug. Við hann sagði Jesús: „Viltu verða heill?“ Inntak prédikunar dagsins verður einmitt þessi spurning og hvernig Jesús getur breytt lífi okkar til hins betra.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 13. Þar fáum við að heyra og sjá skemmtilegt myndbrot frá Hafdísi og Klemma, brúður koma og skemmta börnunum í nýja brúðuleikhúsinu okkar, fjársjóðskistan og biblíusagan eru á sínum stað, og svo syngjum við auðvitað fullt af skemmtilegum sunnudagaskólalögum. Verið velkomin í kirkjuna á sunnudaginn!