Í Digraneskirkju hafa um árabil verið haldin Alfa námskeið. Um er að ræða fræðslunámskeið þar sem farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Námskeiðin eru á fimmtudagskvöldum kl. 19-22 og hefst næsta námskeið þann 29. september. Nánari upplýsingar um Alfanámskeiðið má finna á heimasíðu Digraneskirkju en þar er m.a. að finna þessa punkta um Alfa námskeiðin:
Fyrir hverja er Alfa?
Alfa er öllum opið
– sem leita vilja svara við spurningum um tilgang lífsins.
– sem vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar.
– sem langar að velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
– sem trúa.
– sem efast
– sem ekki trúa.
Hvernig skrái ég mig á Alfa námskeið?
Skráning er í síma 554 1620 hjá kirkjuverði Digraneskirkju eða í
netfangi: magnus@digraneskirkja.is