Nú styttist í að æskulýðsbörnin í Hjallakirkju fari á Landsmót ÆSKÞ, æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar, á Selfossi en það verður haldið dagana 28.-30. október. Þar sem svona ferð er talsvert kostnaðarsöm ætla þau að safna flöskum fyrir ferðina næsta þriðjudag, 4. október, milli klukkan 19:30 og 21:30 í hverfunum í kringum Hjallakirkju. Þau vilja því fara þess á leit við safnaðarfólk að það geymi nokkrar flöskur fram á þriðjudaginn næsta og gefi í söfnunina, en einnig væri vel þegið ef fólk kæmi flöskum sem það hefur safnað upp í Hjallakirkju fyrir þennan tíma. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér landsmót geta kíkt á eftirfarandi heimasíðu ÆSKÞ.

Bestu kveðjur úr æskulýðsstarfinu frá æskulýðsleiðtogum og æskulýðskrökkum 🙂