Sunnudaginn 9. október verður margt í boði í Hjallakirkju. Messa er að vanda í kirkjunni kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar í kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Ritningartexta dagsins má sjá hér. Þar má m.a. finna játningu Mörtu, vinkonu Jesú, en hún segir við hann: „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.“
Sunnudagaskólinn verður svo kl. 13, við sjáum og heyrum Biblíusögu, hittum nokkrar brúður og fylgjumst með ævintýri Klemma og Hafdísar.
Batamessa verður kl. 17, um er að ræða messu á vegum Vina í bata, fólki sem tekið hefur þátt í 12 spora námskeiðum á vegum kirkjunnar. Þema batamessunnar á sunnudaginn er Fyrirgefningin. Boðið er upp á léttar veitingar að messu lokinni. Allir eru hjartanlega velkomnir.