Við þekkjum öll orðatiltækið úr Biblíunni um að auðveldara sé úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. En hvað merkir það eiginlega? Það og fleira ætlum við að skoða í messunni næsta sunnudag, 23. október, kl. 11. Texta dagsins má sjá hér. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn undir stjórn Jóns Ólafs, organista.

Svo er auðvitað sunnudagaskóli kl. 13. Biblíusaga dagsins er sú sama og við kíkjum á í messunni fyrir hádegi. Að auki heyrum við myndbrot úr samskiptum Hafdísar og Klemma, syngjum og höfum það skemmtilegt.

Verið velkomin í kirkjuna ykkar á sunnudaginn!