Síðasta fimmtudag fengu þátttakendur í eldri borgara starfinu í Hjallakirkju góða heimsókn frá börnum úr leikskólanum Álfaheiði. Börnin kíktu við í kirkjuna eftir að fólkið hafði snætt hádegisverð og sungu fyrir þau nokkur lög. Þeim var afskaplega vel tekið og var fólk sammála um að slíkar heimsóknir mættu vera fleiri. Í lok heimsóknarinnar gæddu börnin sér á ávöxtum áður en þau héldu aftur í leikskólann. Þau sögðust vera ánægð með að syngja fyrir „gamla fólkið“ og ætluð að syngja aukalag fyrir þau í næstu heimsókn.
Nú nálgast aðventan en þá munu einmitt börn úr skólum og leikskólum heimsækja kirkjuna. Við í kirkjunni erum afskaplega þakklát fyrir það góða samstarf sem er á milli skóla og kirkju og vonum að það samstarf megi haldast um ókomna framtíð.