Á Allra heilagra messu, sunnudaginn 6. nóvember kl. 11, verður sérstök stund í Hjallakirkju þar sem látinna er minnst. Um er að ræða tónlistar- og minningarstund þar sem fléttað verður saman ritningarlestri, kórsöng, ljóðalestri og bænum sem allt tengist efni dagsins. Bænastundin verður með sérstökum hætti. Fólk gefst kostur á að tendra kerti á bænastjaka til minningar um látinn ástvin. Tónlistin verður í fyrirrúmi. Kórinn flytur m.a. Miskunnarbæn eftir Schubert, Hve fagrir eru þínir bústaðir úr sálumessu eftir Brahms, Lacrimosa úr sálumessu eftir Mozart, Næturljóð eftir Chopin, Kveðju eftir Bubba Mortens, Liljuna eftir ókunnan höfund og Góður engill Guðs oss leiðir eftir Ísólf Pálsson.
Séra Íris Kristjánsdóttir leiðir stundina, fullskipaður Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Erla Björg Káradóttir syngur einsöng, píanóleikari er Teresa Zuchowicz og Valdemar Gísli Valdemarsson leikur á gítar.
Sunnudagaskólinn er svo auðvitað á sínum stað kl. 13.