Söfnun fermingarbarna fyrir hjálparstarf kirkjunnar sem vera átti í dag, mánudaginn 7. nóvember, verður frestað til morguns vegna veðurs. Hún fer fram þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-20, hefst á kynningu um aðstæður munaðarlausra barna í Úganda og síðan fara fermingarbörnin út að safna. Sjáumst hress á morgun!
Þriðjudaginn 8. nóvember n.k. hefur Hjallasöfnuður skipulagt söfnun í sókninni okkar í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Þetta er hluti að fermingarfræðslu innan safnaðarins en fermingarbörn í Hjallakirkju og víða annars staðar munu safna fé til hjálparstarfsins. Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar hefur útbúið efni sem notað verður til að uppfræða fermingarbörn um líf munaðarlausra barna í Úganda í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem þau glíma við. Síðan munu fermingarbörnin ganga í hús í söfnuðinum og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Söfnun fer fram mánudaginn 7. nóvember, eins og áður segir, á milli kl. 17 og 20.
Með þessari fræðslu eru fermingarbörnin frædd um boðskap Krists á áþreifanlegan hátt. Hér skapast mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum. Verkefni þetta var fyrst unnið fyrir þrettán árum og gafst mjög vel. Fermingarbörn í meira en 60 sóknum um land allt taka þátt nú. Sóknarfólk er hvatt til að taka vel á móti fermingarbörnunum næsta mánudag og leggja sitt að mörkum til þessa góða starfs.
Kíkið endilega á myndband frá Hjálparstarfinu um þetta mikilvæga verkefni.