Tilfinningar, líðan og samfylgd með unglingum
Fræðslufundur fyrir foreldra fermingarbarna í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Kópavogi verður haldinn í Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20-21.15. Á fundinum verður rætt um líðan unglinga, tilfinningar og hvaða áhrif áföll geta haft á bæði okkur og unglingana okkar. Einnig verður fjallað um samfylgd foreldra og unglinga. Fyrirlesarar verða sr. Vigfús Bjarni Albertsson og sr. Sigfús Kristjánsson. Vigfús er sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, hann starfar bæði á barnaspítala hringsins og barna- og unglingageðdeild auk þess að vera kennari í sálgæslufræðum við Endurmenntun Háskólans. Sigfús er prestur við Hjallakirkju og er einn höfunda fyrirlesturs um sorg og sorgarviðbrögð sem farið hefur í flesta framhaldsskóla landsins. Sú fræðsla hefur verið hluti af lífsleiknifræðslu í MK undanfarin 8 ár.