Þriðjungur fermingarbarna í Hjallasókn tók þátt í söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar nú á þriðjudaginn. Söfnunin frestaðist um einn dag vegna veðurs og hafði það áhrif á mætinguna á þriðjudag, en þau sem mættu stóðu sig með stakri prýði. Alls söfnuðust rúmlega 142 þúsund krónur hér í sókninni sem nú þegar hafa verið lagðar inn á reikning Hjálparstarfsins. Munaðarlaus börn í Úganda njóta góðs af þessum peningum því þeir verða notaðir til þess að byggja brunna svo þau eigi möguleika á að fá hreint vatn. Við þökkum fermingarbörnum fyrir þátttökuna í söfnuninni og sóknarfólki fyrir stuðninginn.

Á myndinni má sjá hluta fermingarbarna sem tók þátt í söfnuninni.