Í gærkvöldi fór fram fundur með foreldrum fermingarbarna.  Þetta er í fyrsta skipti sem kirkjurnar fjórar í Kópavogi bjóða upp á sameiginlegan fund fyrir foreldra fermingarbarna í Kópavogi.  Mæting var ágæt um 60 manns sem mættu og hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðum. Yfirskrift fundarins var tilfinningar, líðan og samfylgd með unglingum.  Það voru Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur sem leiddu umræðuna.  Hver veit nema framhald verði á samstarfi Kópavogssafnaðanna á þessu sviði.