Árlegir tónleikar Kórs Hjallakirkju verða að venju annan sunnudag í aðventu, 4. desember kl. 20.00.

Hjá mörgum eru þessir tónleikar orðnir fastur liður í undirbúningi jólanna. Efnisskráin er að venju mjög fjölbreytt og sækir tónlist til ýmissa landa og frá ýmsum tímum. Hæfileg blanda af sígildum jólalögum í bland við svo kölluð léttari jólalög. Einsöng syngja kórfélagarnir Katrín Valgerður Karlsdóttir sópran, Kristín Halla Hannesdóttir sópran, Margrét F. Sigurðardóttir mezzosópran, Einar Gunnarsson tenór og Gunnar Jónsson bassi. Tvísöng syngja Katharina H. Gross og Stefanie A. Gregersen. Boðið er uppá hefðbundinn kórsöng, einnig kvennakór og karlakór og svo syngjum við líka öll saman og hlustum á upplestur. Prestar kirkjunnar annast talað mál, Julian Hewlett leikur með á orgel og flygil. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Eftir tónleikana er boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar, s.s. efnisskrá, má sjá hér.