Nú nálgast þriðji sunnudagur í aðventu, 11. desember. Þá verður jólalofgjörðarstund í kirkjunni kl. 11 með Þorvaldi Halldórssyni. Þessar stundir hafa verið á aðventunni um nokkurra ára hríð og sannarlega sett svip á jólaundirbúninginn. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar ásamt messuþjónum og Þorvaldur leiðir sönginn eins og honum einum er lagið.

Jólaball sunnudagaskólans verður svo kl. 13. Við dönsum í kringum jólatréð og syngjum öll skemmtilegu jólalögin. Jólasveinninn mætir auðvitað galvaskur og færir börnunum glaðning. Allir eru hjartanlega velkomnir.