Eins og undanfarin ár syngjum við inn jólin í Hjallakirkju á fjórða sunnudegi í aðventu kl. 11 fyrir hádegi.

Kór Hjallakirkju mætir allur og syngur fyrir okkur og með okkur falleg jólalög og jólasálma sem leiða inn í komandi helgi jólanna. Prestar kirkjunnar lesa ritningarlestra sem fjalla um spádóma Gamla testamentisins um komu Krists og einnig um jólaboðskap Markúsarguðspjalls. Séra Sigfús Kristjánsson flytur hugvekju. Við kveikjum á fjórða aðventukertinu og allir syngja saman um sálminn um aðventukertin. Í lokin syngjum við öll saman Bjart er yfir Betlehem.

Þarna verða líka ensk jólalög með blandi af kórsöng og fjöldasöng, tvö gullfalleg jólalög eftir John Rutter, íslenska þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein, fallegi aðventusálmurinn Kom þú, kom vor Immanúel og margt fleira. Organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá nánar hér. Allir eru hjartanlega velkomnir.