Barna- og æskulýðsstarfið hefst að nýju

Allt barna- og æskulýðsstarf í Hjallakirkju hefst á nýju eftir stutt jólafrí vikuna 8.-13. janúar. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað næsta sunnudag, 8. janúar kl. 13, æskulýðsfélag 9. og 10. bekkjar, Meme, hefst á þriðjudagskvöld í Digraneskirkju, kirkjuprakkarar og 9-12 ára starfið fer í gang fimmtudaginn 12. janúar, og þann sama dag hefst æskulýðsfélagið í 8. bekk.

Þess má einnig geta að fyrst Opna húsið fyrir eldri borgara verður fimmtudaginn 12. janúar kl. 12-14.

Verið velkomin í Hjallakirkju.

By |2016-11-26T15:48:44+00:005. janúar 2012 | 00:21|