Sunnudagurinn 22. janúar er þriðji sunnudagur eftir þrettánda. Þá verður guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11, sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Stúlka verður færð til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn undir stjórn Jón Ólafs, organista. Þau munu einnig flytja fyrir okkur sálminn Drottinn, ég er þess eigi verður, eftir Camille Saint-Saens, en sá texti er einmitt tekinn beint úr guðspjalli dagsins, Mt. 8.1-3. Hér má sjá alla ritningarlestra dagsins.
Sunnudagaskólinn verður svo að sjálfsögðu kl. 13, þar munum við m.a. fylgjast með Hafdísi og Klemma draga mannakorn, orð Guðs til okkar.