Þann 5. febrúar verður messa í kirkjunni kl. 11. Í kirkjuárinu er þetta fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kórnum leiða safnaðarsönginn og Jón Ólafur, organisti, situr við orgelið. Ritningartexta dagsins má sjá hér. Í guðspjallstextanum, 20. kafla Matteusarguðspjalls, er að finna dæmisögu Jesú þar sem hann líkir himnaríki við húsbónda sem réði verkamenn í víngarð sinn. Dæmisagan endar á þekktu versi: Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13.

Hátíð fermingarbarna verður svo í Digraneskirkju kl. 16-18. Þar fara fram úrslit spurningarkeppni fermingarbarna í Kópavogi, flóamarkaður og poppmessa. Sjá nánar í annarri frétt á síðunni.

Verið hjartanlega velkomin í helgihald og aðra viðburði dagsins.