Flóamarkaðurinn í fullum gangi

Síðasta sunnudag,  þann 5. febrúar, var fermingarbarnahátíð hjá söfnuðunum í Kópavogi og fór hún fram í Digraneskirkju.  Á dagskrá var spurningakeppni fermingarbarna sem lið Kópavogskirkju sigraði eftir harða keppni við lið Lindakirkju.  Áður höfðu þau slegið út lið Digranes- og Hjallakirkju.  Þetta var bráðfjörug og skemmtileg keppni sem rúmlega tvö hundruð manns mættu til að fylgjast með.  Keppninni lauk svo með helgistund í umsjá presta Kópavogs þar sem Regína Ósk og Svenni Þór sáu um að leiða tónlist.

Allan tímann var líka opinn flóamarkaður á neðri hæð þar sem seldir voru munir sem fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra höfðu gefið.  Þar gerðu margir góð kaup og allir fóru sáttir heim.  Ágóðinn af sölunni verður svo færður Hjálparstarfi kirkjunnar og þeir munir sem ekki seldust fara á nytjamarkað Kristniboðssambandsins. Það var mikil ánægja með þennan viðburð og stefna kirkjurnar í Kópavogi að því að endurtaka leikinn að ári.

[nggallery id=35]