Í messu á konudaginn, 19. febrúar kl. 11, verður fjallað um konur í Nýja testamentinu í prédikun. Ritningartextar dagsins, sunnudags í föstuinngang, verða líka skoðaðir. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og Jón Ólafur, organisti, leiðir sálmasönginn ásamt félögum úr kórnum. Sunnudagaskólinn verður svo kl. 13.