Nú fer að líða að lokum fermingarfræðslunnar í Hjallakirkju, fermingarbörnin eiga aðeins eftir að mæta í viðtal í kirkjunni en þau fara fram 15. og 22. febrúar.

Fyrir viðtalið biðjum fermingarbörnin um að læra utanbókar ritningarversin, textana og sálminn sem þau finna á bls. 76-77 í fermingarkverinu. Nú þegar kunna þau hluta þess sem þar er að finna. Eins skulu þau koma með fermingarkverið með sér og sýna okkur stimplana 10 sem þau hafa safnað í vetur. Þess má geta að ef fermingarbörnin treysta sér ekki til að læra utanbókar allt í einu þá er ekkert mál að fá að koma aftur og klára það sem upp á vantar.

Fermingarbörnin mæta sem hér segir:

Álfhólsskóli mætir miðvikudaginn 15. febrúar:
8. RBÞ mætir kl. 14
8. KG mætir kl. 14.45
8. HHG mætir kl. 15.30

Snælandsskóli mætir miðvikudaginn 22. febrúar:
8. VV mætir kl. 15
8. AÓ mætir kl. 15.45