aeskulydsfel_04Þá er komið að degi æskulýðsins í kirkjunni. Næsta sunnudag, 4. mars kl. 11, verður æskulýðsguðsþjónusta í Hjallakirkju þar sem unga fólkið lætur ljós sitt skína á áberandi hátt. Krakkar úr æskulýðsstarfinu munu lesa lestra og bænir, barnakór úr Álfhólsskóla syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur og Jónína Sif, æskulýðsleiðtogi, mun flytja samtalsprédikun ásamt sr. Írisi Kristjánsdóttur. Þorvaldur Halldórsson ætlar að leiða sönginn en æskulýðskrakkar völdu sjálf alla söngvana.

Eftir guðsþjónustuna munu krakkar úr æskulýðsstarfinu selja vöfflur á vægu verði til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Síðan verður Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 13.

Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á æskulýðsdaginn!