100_0951

Messa verður næsta sunnudag í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kórnum syngja undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Að messu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf og á meðan honum stendur verður boðið upp á léttan hádegisverð. Allt safnaðarfólk er hjartanlega velkomið á fundinn.

Svo verður auðvitað sunnudagaskóli eftir hádegi kl. 13.