ferming_2010_04Fundir verða haldnir með foreldrum/forráðamönnum og fermingarbarni í vikunni fyrir fermingu. Þá verður fermingarguðsþjónustan kynnt og tilhögun á fermingardegi rædd. Þau fermingarbörn sem eiga eftir að sýna prestum útfyllta messubók með 10 stimplum, komi með hana á fundinn. Fundirnir verða sem hér segir:

Ferming 25. mars (fyrir og eftir hádegi): Fundur miðvikudaginn 21. mars kl. 18-18.45 í Hjallakirkju. Æfing fyrir fermingarbörn föstudaginn 23. mars kl. 15 (fyrir þau sem fermast fyrir hádegi) og kl. 16 (fyrir þau sem fermast eftir hádegi).

Ferming 1. apríl (fyrir og eftir hádegi: Fundur miðvikudaginn 28. mars kl. 18-18.45 í Hjallakirkju. Æfing fyrir fermingarbörn föstudaginn 30. mars kl. 15 (fyrir þau sem fermast fyrir hádegi) og kl. 16 (fyrir þau sem fermast eftir hádegi).

Á miðvikudagsfundunum þarf að inna af hendi námskeiðsgjald, auk leigugjalds fyrir kyrtil, alls kr. 10.300. Einnig er hægt að greiða á undan með því að leggja inn á reikning. Nánari upplýsingar um það fást hjá kirkjuverði í Hjallakirkju og í bréfi sem allir foreldrar fá sent heim. Vinsamlega látið vita ef um erfiðleika er að ræða í þessu sambandi.