aeskulydsfel_04Miðvikudagskvöldið 28. mars var útskrift úr farskóla leiðtogaefna og frá grunnnámskeiði leiðtoga. Farskólinn og grunnnámskeiðið er samvinnuverkefni Æskulýðsnefnar Kjalarnessprófastsdæmis, ÆSKR, ÆSKÞ og Biskupsstofu. Markmið þessara fræðslu er að undirbúa og efla unglinga til starfa innan kirkjunnar og veita þeim leiðsögn og kennslu í ýmsu sem tengist því að starfa með börnum, bæði í ljósi trúar og félagsskapar. Námskeiðin stuðla því að uppbyggingu og nýliðun í æskulýðsstarfi kirkjunnar.

Hjallakirkja og Digraneskirkja áttu saman 5 fulltrúa þetta árið. Þær Sóley Björk og Þura Dís útskrifuðust af seinna ári sínu í farskólanum og hafa því lokið honum. Þau Herdís, Hjörtur Freyr og Konný Björg útskrifuðust af grunnnámskeiði leiðtoga. Þetta eru allt frábærir fulltrúar æskulýðsstarfsins og hafa þau nú þegar hafið störf innan safnaðana í mismiklum mæli.

Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með áfangann og hlökkum til að vinna með þeim núna sem og í framtíðinni.

Fyrir hönd æskulýðsstarfsins,

Jónína Sif, æskulýðsfulltrúi.