Tónlistarmessa verður sunnudaginn 15. apríl kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Valdemar Gísli Valdemarsson leikur einleik á gítar. Hann mun leika í góða stund áður en messan hefst. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Sunnudagaskóli er á sínum stað kl. 13.
Verkin sem Vademar Gísli leikur í messunni eru eftirfarandi:
Fyrir messu leikur hann þrjú verk eftir Fernando Carulli: Andante; Poco Allegretto og Ballet.
Sem forspil: Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson
Milli lestra: Melancholy Galliard eða Fortune eftir John Dowland
Eftir prédikun: 3 stuttar etýður eftir Leo Brouwer
Í messulok: Sons de Carrilhoes eftir Joao Pernambuco