Sunnudaginn 13. maí kl. 11 verður kveðjumessa í Hjallakirkju, í tilefni þess að sr. Íris Kristjánsdóttir mun kveðja Hjallasöfnuð í sumar. Sr. Íris heldur af stað til nýrra prestsstarfa í Kanada en hún hefur verið prestur í Hjallakirkju í tæp 16 ár. Við messuna þjóna báðir prestar kirkjunnar, sr. Íris og sr. Sigfús Kristjánsson. Kór kirkjunnar syngur og Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið. Að messu lokinni verður viðstöddum boðið að þiggja léttar veitingar í boði safnaðarins. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þess má geta að sr. Íris mun starfa í Hjallasöfnuði til loka júnímánaðar.