Í Hjallakirkju verða messur 3. og 10. júní. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og Jón Ólafur, organisti, leiðir safnaðarsönginn.

Sunnudaginn 10. júní er 1. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð í kirkjunni. Þá munu krakkar úr æskulýðsstarfinu taka þátt í guðsþjónustunni, m.a. með því að lesa ritningarlestra og syngja æskulýðssöngva.

Hægt er að sjá ritningartextana hér. Í pistli dagsins úr 4. kafla fyrsta Jóhannesarbréfs segir m.a.: „Því að sá sem elskar ekki bróður sinn eða systur, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð sem hann hefur ekki séð. Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur.“