Söfnuðir Þjóðkirkjunnar í Kópavogi hafa á undanförnum árum átt gott samstarf um ýmsa þætti kirkjustarfsins, meðal annars helgihald sumarsins. Áframhald verður á því á þessu sumri og er það samstarf þegar hafið. Nánari upplýsingar um helgihald sumarsins í kirkjum Kópavogs er að finna hér.

Messur verða í Hjallakirkju 3. og 10. júní kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Messa verður einnig í Hjallakirkju 24. júní kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.

Sunnudagaskóli er hvern sunnudag í sumar í Lindakirkju kl. 11

Bæna-  og lofgjörðarstundir verða hvern miðvikudag í júní kl. 20 í Lindakirkju og í júlí kl. 20 í Kópavogskirkju og fyrstu þrjá miðvikudagana í ágúst hér í Hjallakirkju kl. 20.

Kynnið ykkur endilega helgihald í kirkjum Kópavogs á þessari heimasíðu.