Fermingarfræðslan að hefjast

Á mánudag 13. ágúst hefst fermingarfræðsla hér í Hjallakirkju.  Þá koma á námskeið þau sem hyggjast fermast næsta vor.  Þau eru hér hálfan daginn í fjóra daga mánudag til fimmtudags.  Nemendur Álfhólsskóla eru hér frá kl. 9-12 og nemendur Snælandsskóla frá kl. 13-16.  Við hlökkum til samstarfs við væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur þeirra og bjóðum þau velkomin í Hjallakirkju.

By |2012-08-10T10:44:25+00:0010. ágúst 2012 | 10:44|