Fimmtudaginn 20. sept leggjum við af stað í ferðalag.  Áfangastaðurinn er Vatnaskógur.  Þar verðum við í rúman sólarhring við fræðslu og leik. Þetta er árviss ferð og er hún oft það sem stendur upp úr hjá fermingarbörnum eftir veturinn.  Lagt verður af stað frá Hjallakirkju á fimmtudagsmorgun kl. 8 og komið heim á föstudaginn um kl. 15.