Á sunnudaginn er 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Að venju verður messað í Hjallakirkju kl. 11. Séra Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða safnaðarsönginn. Sigrún Björk Sævarsdóttir nemi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Að venju verður heitt á könnunni að messu lokinni.

 

Sunnudagaskólinn verður svo á sínum stað kl. 13 með söng, brúðuleik og sögustund