fjolskmorg2Fjölskyldumorgnar verða í Hjallakirkju í vetur á miðvikudögum kl. 10 – 12 og hefjast þeir miðvikudaginn 31. október.  Fjölskyldumorgnar eru tækifæri fyrir foreldra sem eru heimavinnandi eða í fæðingarorlofi til að eiga góða stund með öðrum foreldrum og börnunum. Stefnt er að því að fá góða gesti í heimsókn öðru hvoru með fræðsluefni en einnig að gefa góðan tíma til að spjalla. Kaffi og ávextir í boði. Samverurnar eru í umsjón sr. Steinunnar A. Björnsdóttur og Ingu Hrannar Pétursdóttur.