Á þessum vetri er þess minnst að Kópavogskirkja á 50 ára víglsuafmæli í desember og 25 ár voru liðin í sumar frá stofnun Hjallasafnaðar, einnig að í vor verða 20 ár frá vígslu Hjallakirkju. Báðar kirkjurnar hafa sína kóra sem eru jafn gamlir söfnuðunum þó þeir hafi fengið núverandi nafn síðar á leiðinni. Samtals eru milli 60 og 70 manns í kórunum.
Af þessu tilefni slá Kór Kópavogskirkju og Kór Hjallakirkju saman og efna til tónleika í Hjallakirkju sunnudaginn 28. október 2012 kl. 17.
Þar flytur hvor kór tvær gullfallegar mótettur eftir enska tónskáldið John Rutter og syngja síðan saman þá fimmtu. Tónlist Rutters er ótrúlega fjölbreytt og falleg til áheyrnar.
Aðalverk tónleikana er Messa í D-dúr opus 86 eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvořák.
Kórarnir hafa fengið til liðs við sig einvalalið einsöngvara sem eru þau
Þórunn Elín Pétursdóttir sópran,
Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran,
Gissur Páll Gissurarson tenór
Stefán Sigurjónsson bassi.
Örn Magnússon annast hljóðfæraleikinn á flygil og orgel.
Organistar kirknanna þau Lenka Mátéová og Jón Ólafur Sigurðsson skipta með sér stjórnun á tónleikunum.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en einnig er hægt að nálgast miða hjá kórfélögum, eða panta miða með tölvupósti á jon (hjá) hjallakirkja og lenkam (hjá) internet.is. Einnig í Hjallakirkju á opnunartíma (554-6716).
Aðgangseyrir er kr. 2.000
Sjá nánar hér til hliðar undir tónlistarstarf