Næsta sunudag 4. nóvember er allra heilagramessa. Þá verður í Hjallakirkju tónlistar og bænastund tileinkuð minningu látinna. Í þessari stund skiptast á fallegir sálmar, ritningarlestrar og bænir. Í stundinni gefst öllum kostur á að kveikja á kerti á bænastjaka kirkjunnar meðan leikin er tónlist. Ritningarlestra dagsins má sjá hér. Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og stjórnar félögum úr kór kirkjunnar. Sr Sigfús Kristjánsson þjónar.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13.