Fermingarbörn söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Hátt í hundrað þúsund krónur eru afrakstur söfnunar fermingarbarna í Hjallakirkju fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Fermingarbörn í Hjallasókn gengu í hús í sókninni mánudaginn 5. nóvember síðastliðinn og söfnuðu peningum fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.  Það rigndi hressilega á þau tæplega 30 fermingarbörn sem tóku þátt í söfnuninni en þau létu það ekki á sig fá og gengu hús úr húsi með brúsa. Afraksturinn var 95.662 krónur sem hafa verið afhentar Hjálparstarfinu.

 

Fleiri myndir úr söfnuninni eru á myndasvæði Hjallakirkju.

By |2016-11-26T15:48:38+00:007. nóvember 2012 | 14:43|