fjolskmorg4Á fjölskyldumorgni þann 21. nóvember verður samvera og spjall með ávöxtum og kaffi á neðri hæð kirkjunnar. Kl. 11.30 gerum við tilraun og förum upp í kirkju þar sem við komum fyrir dýnum og eigum stutta söngstund og samveru með börnunum. 

Fjölskyldumorgnar eru tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra eða foreldra í barnseignarleyfi til að hitta aðra í sömu stöðu og eiga góða stund.