Aðventuhátíð fjölskyldunnar

Næsta sunnudag 2. desember kl. 13-15 er aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju. Við byrjum inn í kirkju þar sem við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum og syngjum nokkur lög saman.  Síðan færum við okkur inn í safnaðarsal.  Þar verður ýmislegt efni til að föndra jólakort og lita myndir.  Boðið verður upp á kakó og piparkökur.  Allir velkomnir.

By |2016-11-26T15:48:38+00:0027. nóvember 2012 | 14:39|