Annan sunnudag í aðventu verður tónlistarguðsþjónusta hér í Hjallakirkju. Þessi stund er að enskri fyrirmynd og kalla þeir þetta form: Seven lessons, það skiptast á ritningarlestrar, sjö talsins, tengdir aðventunni og fallegir jóla og aðventusöngvar. Eftir lestrana er hugleiðing og svo bæn og blessun í lokinn. Ragnhildur Katla Jónsdóttir og Guðfinna Inga Guðmundsdóttir lesa ritningarlestra.
Um kvöldið verða svo árlegir jólatónleikar Kórs Hjallakirkju.