Árlegir Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða sunnudaginn 9. desember kl. 20.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt og kemur víða að.
Má þar nefna lög eins og Hátíð fer að höndum ein, Það aldin út er sprungið, Einu sinni í ættborg Davíðs, Á dimmri nóttu bárust boð, Kveikt er ljós við ljós eftir Sigfús Halldórsson, Jólagjöfin eftir Harold Darke, þrjú falleg lög eftir John Rutter, einnig nokkur léttari lög í rytmiskum útgáfum. Ekki má gleyma almenna söngnum með kórnum.
Kór Hjallakirkju er skipaður rúmlega 30 söngglöðum og metnaðarfullum félögum. Auk stóra kórsins syngur Kammerkór kirkjunnar nokkur lög.
Séra Sigfús Kristjánsson og séra Steinunn Arnfríður Björnsdóttir lesa ljóð og sögur.
Julian Hewlett leikur með kórnum á orgel og flygil. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.
Kakó og piparkökur að tónleikunum loknum.
Nánar um efnisskrá má sjá hér til hliðar undir tónlist