Þriðja sunnudag í aðventu þann 16. des verður lofgjörðarstund í kirkjunni kl. 11. Þorvaldur Halldórsson mun leiða söng og flytja fyrir okkur létt jólalög. Tvær stúlkur, Fríða Rún Frostadóttir og Tara Sóley Mobee, leika jólalög á hörpu.
KL. 13 er jólaball sunnudagaskólans. Von er á jólasveini í heimsókn.