Jólasöngvar Kammerkórs Hjallakirkju kl. 23.30

Þessi stund er að enskri fyrirmynd með níu ritningarlestrum og mikilli tónlist.

Notaleg stund í jólakyrrðinni að loknu amstri dagsins.

Ritningarlestur annast: Séra Sigfús Kristjánsson sem stjórnar lestrinum, Anna Sigríður Brynjarsdóttir, Bergvin Magnús Þórðarson, Franz Árni Simsen, Gunnar Jónsson, Kristín Halla Hannesdóttir og Lilja Sigfúsdóttir.

Þeir Árni Jón Eggertsson og Bergvin Magnús Þórðarson synjga tvísöng og flytja okkur upphaflegu útgáfuna af Stille Nacht eða Heims um ból við texta Helga Hálfdanarsonar. Gítarleikarar eru Halldór Másson og Valdemar Gísli Valdemarsson.

Organisti og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson

Tónlist: Sb. 88, 71, 90, 566, 72, 82. Utan sálmabókar: Jólagjöfin eftir Harold Darke og Sverri Pálsson, heilaga nótt eftir Reichardt og Egil Bjarnason, Blíða nótt eftir Gruber og Helga Hálfdanarson, Ó, helga nótt eftir Adam og Sigurð Björnsson og Vögguljóð á jólum eftir John Rutter og Kristínu Jóhannesdóttur.