Fjölskyldumorgnar hefjast aftur 16. janúar og með þeim krílasálmarnir.
Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju hvern miðvikudag kl. 10-12. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir með börnum sínum. Boðið upp á ávexti á hverri samveru. Kl. 11.30 eru krílasálmar í kirkjunni þar sem við syngjum og leikum okkur og eigum gæðastund með börnunum. Umsjón hafa sr. Steinunn A. Björnsdóttir og Inga Hrönn Pétursdóttir.