Douglas A. Brothie leikur orgelverk frá barokktímanum.
Hann leikur verk eftir:
Samuel Scheidt (1587-1654; starfaði í Halle)
Johann Ulrich Steigleder (1593-1635; starfaði mest í Stuttgart. Var hann virkilega með tréfót eins og Hermann Keller vildi meina ?)
Georg Muffat (1653-1704; starfaði lengst af í Salzburg. )
Dietrich Buxtehude (1637-1707; Hann starfaði a.m.k. lengst af í Lübeck …)
Johann Sebastian Bach (1685-1750; Thuringen, Arnstadt, Weimar, Leipzig).
Meðal annars tekur Douglas fyrir sálmalagið Vater unser im Himmelreich (Faðir vor sem á himnum ert) og leikur orgelkórala yfir lagið eftir fjögur tónskáld og þar af eru fjórar mismunandi útfærslur eftir Steigleder ýmist með lagið í sópran, alt eða bassa.
Sjá nánar (efnisskrá) hér á síðunni undir Tónlist 2012-2013