Grape-CrossÞriðjudaginn 5.febrúar 2013 hefst í kórkjallara Hallgrímskirkju námskeiðið Lifandi steinar.  Námskeiðinu er ætlað að veita innsýn í messuna og skapa samfélag við annað fólk í safnaðarstarfi kirkjunnar  með það fyrir augum að þátttakendur geti tekið virkari þátt í safnaðarstarfi og aukið trúarþroska sinn. Að þessu er stefnt með fræðslu, hópumræðum, kyrrðarstundum, íhugun og skriflegum heimaverkefnum.

Námskeiðið  hefst 5.febrúar og kennt verður í kórkjallara Hallgrímskirkju á þriðjudögum kl. 20.00-22.00, vikulega til 12.mars

Langur laugardagur sem er hluti af námskeiðinu verður 23.febrúar kl. 9-14.

Námskeiðið er á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar. Umsjón með því hafa Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari og messuþjónn og Irma Sjöfn Óskarsdóttir héraðsprestur.

Skráning fer fram á Biskupsstofu. Hægt er að senda skráningu á  kristin.arnardottir@kirkjan.is