Séra Sigfús Kristjánsson þjónar. Fullskipaður Kór Hjallakirkju syngur.
Trompetleikarar eru Óðinn Melsted og Steinar M. Kristinsson. Organisti og söngstjóri: Jón Ólafur Sigurðsson.
Flutt tónlist eftir Jón Þórarinsson og Róbert Abraham Ottósson.
Messuþættirnir Miskunnarbæn, Dýrðarsöngur, Heilagur og Guðs lamb eru úr messutóni sem Jón Þórarinsson samdi fyrir 1990 og verða fluttir á sínum stað í messunni eins og gert er við flutning tónverka sem kallast „Missa brevis“ eða „Stutt messa“.
Hinar hressilegu og vel gerðu útsetningar Dr. Róberts Abraham Ottóssonar eru vel þekktar og verða nokkrar valdar til flutnings hér.
Tónlistarflutningur:
Fyrir utan áðurnefnda messuþætti má nefna:
Sb. 26: Útsett fyrir Safnaðarsöng, kór, orgel og tvo trompeta (Róbert Abraham Ottósson)
Sb. 131: Kórsöngur í raddsetningu RAO
Sb. 227: Raddsetning RAO
Guði dýrð og foldu frið. Tónlist eftir Händel með trompetröddum eftir RAO
Sb. 237 valin vers: Söfnuður, kór og orgel (RAO)
Sb. 213: Kórsöngur í raddsetningu eftir RAO
Sb. 56: Útsett fyrir söfnuð, kór, orgel og tvo trompeta af RAO